Fara í efni
Gleymt lykilorð Nýskráning
Þú nýskráir þig í H klúbbinn í fyrstu kaupum.

Karfan þín

Karfan er tóm.

  • ATH! Desember getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

Nýr staður - Betri merki

Okkur er það sönn ánægja að tilkynna að í dag, föstudaginn 2. september, opnar H verslun á nýjum og betri stað, að Bíldshöfða 9. Verslunin opnar kl. 10:00 en samhliða opnun á nýjum stað, verður opnunartími H verslunar lengdur sem hér segir:

Virka daga frá kl. 10:00 – 18:00.
Um helgar frá kl. 11:00 – 16:00.


Eins og áður segir opnar verslunin að Bíldshöfða 9, kl. 10:00 og munu fyrstu 50 viðskiptavinirnir fá óvæntan glaðning frá starfsfólki H verslunar. Á laugardaginn opnum við svo kl. 11:00 og munum í kjölfarið blása til fjölskylduskemmtunar. Hoppukastali kl. 11:00, andlitsmálning og blöðrudýr milli 13-16 og kl. 13:30 kemur Jón Jónsson til okkar og heldur uppi fjörinu eins og honum einum er lagið.

Í tilefni af opnuninni bjóðum við svo 20% afslátt af öllum vörum í versluninni. Afslátturinn gildir frá föstudegi til sunnudags, eingöngu í verslun (ekki vefverslun).

Eins og viðskiptavinir okkar vita snýst allt um gæði í H verslun. Þess vegna tökum við í H verslun núna enn betur á móti ykkur á nýjum og betri stað við Bíldshöfða.

Hlökkum til að sjá ykkur.

H verslun – Fremst í heilsu.