Karfan er tóm.
Algengar spurningar
Hvenær kemur næsta Nike sending? Hvenær koma nýjar vörur?
Við fáum sendingu í hverri viku, allar nýjar vörur fara beint inn í vefverslun um leið og þær koma til okkar. Einnig er hægt að fylgjast með nýjungum á Instagram, við mælum með að þú fylgir okkur þar! @hverslun
Vöruval, stærðir og litir
Allt vöruúrval hjá okkur ásamt stærðum og litum má finna inn á hverslun.is
Einstaka vörur eru aðeins fáanlegar í vefverslun og eru þær vörur sérstaklega merktar á vefverslun.
Aðstoð við pöntun eða breytingar á pöntun
Varstu að panta á hverslun.is og vilt breyta afhendingarmátanum eða heimilisfangi? Eða vantar aðstoð við pöntunarferlið?
Sendu okkur tölvupóst á vefverslun@hverslun.is og við aðstoðum þig.
Sendar pantanir
Velji viðskiptavinur að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað tekur H Verslun sér 2-3 virka daga þar til vöru er komið til flutningsaðila sem flytur hana á umbeðinn afhendingarstað. Þú færð tölvupóst um leið og við höfum afgreitt pöntunina þína. Í tölvupóstinum er sendingarnúmer í þar sem þú getur fylgst með stöðu sendingarinnar hjá Póstinum.
Sóttar pantanir
H Verslun tekur sér allt að 2-3 virka daga til afgreiðslu sóttra pantana. Þú færð staðfestingu í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun. Þegar staðfesting hefur borist er hægt að sækja pöntunina í verslun okkar að Bíldshöfða 9 milli kl. 10-18 virka daga og kl. 11-16 á Laugardögum.
Skilaréttur - Vefverslun
Framvísun reiknings eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum.
Eftir að kaupandi hefur móttekið vöru er hann hvattur til að yfirfara vöruna og ganga úr skugga um að reikningur sé í samræmi við pöntun. Viðskiptavinur hefur rétt á að skila ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá því að viðskiptavinur veitti vörunni viðtöku og fá hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðsla vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins en annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.
Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:
- Að varan sé í fullkomnu lagi
- Að varan sé ónotuð
- Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum
H Verslun metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.
Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.
Vörum með skilamiða (hvítur á lit) fæst skilað innan þess tíma sem tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við verð vörunnar við skil nema að reikningi sé framvísað. Kaupandi sendir beiðni um skil á netfangið: vefverslun@hverslun.is kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.
Vörum með afsláttarskilamiða (svartur á lit) fæst skilað innan þess tíma sem tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við kaupverð vörunnar með afslætti. Kaupandi sendir beiðni um skil á netfangið: vefverslun@hverslun.is kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda, er á ábyrgð kaupanda.
Skilaréttur - Verslun
Kvittun fyrir kaupum eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum.
Viðskiptavinur getur skilað ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá þeirri dagsetningu sem vísað er til á kvittun og fengið hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðslan miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupunum. Eftir 14 daga frá vörukaupum er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á kassakvittun. Skilafrestur á almennri vöru er að hámarki 30 dagar en 14 dagar á tilboðs-/útsöluvöru.
Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:
- Að varan sé í fullkomnu lagi
- Að varan sé ónotuð
- Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum
H Verslun metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.
Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.
Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: vefverslun@hverslun.is um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í H Verslun. Gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent kaupanda.
Vörum með skilamiða (hvítur á lit) fæst skilað innan þess tíma er tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við verð vörunnar við skil nema að kvittun sé framvísað.
Vörum með afsláttarskilamiða (svartur á lit) fæst skilað innan þess tíma er tilgreindur er á skilamiðanum, aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við kaupverð vörunnar með afslætti.
Gölluð vara
Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: vefverslun@hverslun.is um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í H Verslun. Gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent kaupanda.
Þvottaleiðbeiningar
- Æskilegt er að þvo Nike Tech Fleece fatnað á röngunni og ekki á hærra hitastigi en 30°C.
- Allur skóbúnaður fellur úr ábyrgð ef hann er þveginn í þvottavél.
- Notkun á mýkingarefni getur stíflað öndunareiginleika íþróttafatnaðar.
Merkingar á fótboltaskóm
- Fótboltaskó skal ávallt nota á réttu undirlagi.
- AG (Artificial grass): Gervigras
- FG (Firmground): Náttúrulegt þurrt gras
- SG (Softground): Náttúrulegt blautt gras
- MG (Multiground): Náttúrulegt- og gervigras
- TF (Turf): Gervigras
- IC (Incourt): Innanhús
Af hverju er varan ekki til?
Við gerum okkar besta til að tryggja að birgðastaðan í vefversluninni sé sem réttust. Í sumum tilfellum getur þó verið að erfitt að koma algerlega í veg fyrir að vörur vanti. Til dæmis gæti verið að varan hafi verið keypt í versluninni okkar á sama tíma og þú pantanir hana á netinu. Á miklu álagstímum hefur það líka gerst að tveir eða fleiri einstaklingar hafi keypt sömu vöruna í vefversluninni á nákvæmlega sama tíma og því hafa báðar pantanir farið í gegn þó aðeins eitt stykki væri til.
Skráning í H klúbbinn
Skráning í klúbbinn fer fram þegar verslað er í fyrsta sinn á nýju hverslun.is
1. Vara/vörur settar í körfuna
2. Netfang skráð
3. Hakað við skráningu í kúbbinn
4. Fyllt inn viðeigandi reiti
5. Netfang staðfest í tölvupósti
Allt klárt!